Uppruni uppskriftar
Innsent efni
Uppskrift umsögn
Kjúklingur, kartöflur og grænmeti allt eldað saman. Aðeins einn ofnpottur að vaska upp :)
Uppskrift innihald
Einn kjúklingur
Ein sítróna
3 hvítlaukar
4 sætar kartöflur (fækkið til að aðlaga kolvetnainnihald eftir vild)
1 rauðlaukur
4 tómatar
1 zuccini
sveppir
Uppskrift aðferð
- Setjið niðurskornar sítrónur inn í kjúklinginn og kryddið hann með salt og pipar eða eftir smekk, gott að krydda með smá chayenna pipar.
- Setjið í ofnpott og takið hvítlaukana í nokkra hluta og setjið í kringum kjúklinginn.
- Skerið sætu kartöflunar í tvennt og kryddið sárið með paprikudufti og setjið í pottinn.
- Skvettið smá vatni og olíu yfir og eldið eins og venjulegan kjúkling í ofni.
- Þegar 30 mínútur eru eftir af steikingartímanum setjið þið gróft niðurskorið grænmetið ofan í pottinn og látið malla. Passið að það sé alltaf vökvi í pottinum.
Nú eru þið komin með kjúkling, kartöflur og grænmeti og hægt er að nota soðið sem sósu.
Einnig bendir Heilsusíðan á að hægt er að nota afgangs kjúklingasoð og afganga af þessum rétt til að búa til kraftmikla kjúklingasúpu daginn eftir.
Flokkun uppskriftir