Uppruni uppskriftar
lambakjöt.is
Uppskrift umsögn
Girnilegar grillaðar lambalærissneiðar með mildri barbecue-sósu með ávaxtakeim. Þennan apríkósukryddlög má líka nota á t.d. framhryggjarsneiðar og jafnvel kótelettur en þeim er þó mun hættara við að brenna. Sósuna má líka nota með grilluðu lambakjöti sem kryddað er á annan hátt og jafnvel með forkrydduðu grillkjöti.
Uppskrift innihald
4 lambalærissneiðar, þykkt skornar
2 msk. apríkósusulta
2 msk. barbecue-sósa (t.d. Hunts hickory-sósa)
2 msk. olía
1/5 tsk. milt karríduft
Nýmalaður pipar
salt
Uppskrift aðferð
- Snyrtið lærissneiðarnar ögn ef þær eru með þykkri fiturönd.
- Blandið saman apríkósusultu, barbecue-sósu, olíu, karrídufti, pipar og salti og smyrjið á lærissneiðarnar. Látið standa á meðan grillið er hitað.
- Grillið lærissneiðarnar við meðalhita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Fylgist vel með þeim, gljáinn getur verið fljótur að brenna.
- Berið þær fram t.d. með grilluðu eggaldini, kúrbít og góðu salati.
Skammtar
4
Flokkun uppskriftir