Arabískar lambakótelettur

Uppruni uppskriftar
lambakjöt.is
Uppskrift umsögn

Lamba- og kindakjöt er mikið borðað í flestum Arabalöndum, allt frá Marokkó austur til Saudi-Arabíu og Íraks, og er algengast að kjötið sé soðið í ýmiss konar pottréttum eða grillað. Það er gjarna töluvert mikið kryddað og krydd eins og kóríander, kummin, kanell og chili eru algeng.

Uppskrift innihald

12-16 lambakótilettur
3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
3 msk ólífuolía
1 msk paprikuduft
1 msk kóríanderfræ, steytt
1 msk kummin, steytt
2 tsk kanell
negull á hnífsoddi
chilipipar á hnífsoddi salt

Uppskrift aðferð

Nær öll fita skorin af kótilettunum og beinið hreinsað, þannig að hryggvöðvinn einn sé eftir. Best er auðvitað að gera þetta áður en kótiletturnar eru sagaðar. Settar í skál og síðan er hvítlauk og olíu dreift yfir og kótilettunum velt upp úr blöndunni. Öllu kryddinu blandað saman í lítilli skál, stráð yfir kótiletturnar og þeim velt fram og aftur. Sett í kæli í 3-4 klst og hrært öðru hverju.
Útigrill eða grillið í ofninum hitað, kótiletturnar saltaðar og grillaðar í 3-4 mínútur á hvorri hlið.

Skammtar
4