Arabískt lambalæri með grænmeti

Uppruni uppskriftar
lambakjöt.is
Uppskrift umsögn

Arabar kjósa að hafa lambakjötið gegnsteikt og þess vegna er steikingartíminn sem gefinn er upp hér nokkuð langur. Auðvitað má líka steikja lærið mun skemur ef þess er óskað að það sé bleikt í miðju.

Uppskrift innihald

1 lambalæri, um 2.5 kg
Nýmalaður pipar
Salt
6 hvítlauksgeirar, skornir í flísar
2 msk ólífuolía
2-3 laukar, skornir í sneiðar 
2 eggaldin, skorin í sneiðar
500 g tómatar, þroskaðir, skornir í sneiðar
2 tsk oregano, þurrkað

Uppskrift aðferð

Ofninn hitaður í 220 gráður.
Lærið fitusnyrt og síðan er beittum hnífsoddi stungið í það á nokkrum stöðum og hvítlauksflísum stungið í raufarnar. Kryddað vel með pipar og salti.
Stórt eldfast fat smurt með olíunni og grænmetinu raðað í það í lögum. Kryddað með oregano, pipar og salti á milli laga. Lærið er svo lagt ofan á, sett í ofninn og steikt í um 2 klst (eða töluvert skemur, eftir smekk).
Lærinu er snúið einu sinni á steikingartímanum og í lokin er það fjarlægt, hitinn hækkaður meira og grænmetið látið brúnast vel að ofan.

Skammtar
4