Nýjar rannsóknir styðja fullyrðinguna að “sykur sé eitraður”

Hin gríðarlega, almenna sykurneysla hefur eituráhrif og er á endanum að drepa okkur samkvæmt einum lækni frá Kaliforníu, og ný rannsókn styður staðhæfinguna hans. Dr. Robert Lustic, barnainnkirtlalæknir við University of California, segir að megin ástæðan af hverju of feit börn verða veik er sökum hversu mikin sykur þau borða. Samkvæmt Lustig þá leiðir mikil sykurneysla til offitu, sykursýki 2, háþrýstings og jafnvel hjartasjúkdóma.

Getum við treyst upplýsingum um bóluefni?

Almenningur treystir á að þær upplýsingar sem honum stendur til boða frá heilbrigðiskerfinu sé byggðar á rannsóknum sem eru settar fram af heiðarleika og leit að sannleika. Þetta ætti að vera sérstaklega mikilvægt þegar kemur að öryggi bóluefna þar sem heilbrigðir einstaklingar fá fjölda bóluefnasprauta við ungan aldur. Því miður virðast opinberar upplýsingar vera byggðar á svikum og óheiðarleika.

Kúrkúmín virkar betur við gigt en algengt og varasamt verkjalyf

Nýlega kom fram í fréttum að rannsóknir á hinu algenga verkjalyfi diclofenac sýndu að það væri svo varasamt að það ylli amk. 100 dauðsföllum á ári í Danmörku. Önnur nýleg rannsókn þar sem diclofenac var borið saman við kúrkúmín sýndi að hið náttúrulega lyf virkaði betur við gigtarverkjum. Er þá ekki lausnin komin?

Hversu mikið er að marka næringarboðskap næringarfræðinga?

Fólk furðar sig gjarnan á næringarboðskap hefðbundinna næringarfræðinga, hvernig þeir predika eitt mataræði fyrir alla þrátt fyrir vísindalegar sannanir um ókosti þess og hvernig þeir gagnrýna öll mataræði og fæðu sem samræmist ekki skoðunum þeirra. Hvernig stendur á því að heil stétt getur verið svona þröngsýn og illa upplýst? Hérna eru nokkrar ástæður sem margir sérfræðingar benda á.

Ný dönsk lyfjavæðingarrannsókn

Enn ein lyfjavæðingarannsóknin var að koma í gegn og er niðurstaða hennar að meira en 900 þúsund Danir taka ekki þau kólesteróllyf sem þeir hafa þörf fyrir og að það kosti um 30 þúsund manns lífið á hverjum tíu árum. Auðvitað er þetta lyfjavæðing í sinni hreinustu mynd. En ef þessir vísindamenn væru sannir vísindamenn og hefðu hag almennings fyrir brjósti þá myndu þeir ekki setja allt þetta fólk á kólesteróllyf, heldur myndu þeir ráðleggja þeim að nota omega 3 fitusýrur.