1 af hverjum 4 sjúklingum eiga við meiri stoðkerfavandamál að stríða einu ári eftir uppskurð

Einn af hverjum sjö sjúklingum upplifir meiri sársauka, sem og líkamleg og andleg vandamál ári eftir uppskurð. Einnig hafði fjórðungur sjúklinga minna lífsþrótt. Þetta eru lykil niðurstöður rannsóknar á 400 sjúklingum sem birtist í the British Journal of Surgery.

Mikilvægi sótthita

Hiti í börnum getur valdið ótta, en óttinn byggist aðallega á misskilningi.

Hiti, eða sótthiti, er líkamshiti yfir „eðlilegum líkamshitamörkum” en skilgreiningin á „eðlilegum” getur verið mismunandi hjá fólki. Líkamshiti getur einnig verið mismunandi eftir því hvað er verið að aðhafast og einnig á mismunandi tímum dagsins.

Eiturefnaálag nútímamannsins

Nútíma matvælaframleiðsla notar ýmiskonar kemísk skordýra-, illgresa- og sveppaeitur í grænmetis og ávextaræktun, auk þess að nota kemíska áburði til að “næra” jörðina. Víða erlendis eru dýr alin upp á stórum búum sem hafa verið kölluð verksmiðjubú, þar sem allt að 100 þúsund dýr eru alin upp við verulega ónáttúrulegar aðstæður þar sem fóður þeirra er blandað með sementi, pappír, pappa, sagi, saur og eða plastflögum.

Fleiri virtir næringarvísindamenn bætast í hópin sem telja unnin kolvetni vera aðal vandamálið

Sístækkandi hópur mikilsvirtra næringarvísindamanna kennir of miklum kolvetnum, ekki fitu, um fyrir lífsstílssjúkdómum í vestrænum ríkjum. Þeir segja að lykillinn að snúa við offitu, hjartasjúkdómum, týpu 2 sykursýki og háum blóðþrýstingi sé að minnka hlutfall kolvetna.

Ný rannsókn sýnir að 94% af markaðsfullyrðingum lyfjafyrirtæka byggja ekki á staðreyndum

Myndir þú ekki halda að fullyrðingar sem lyfjafyrirtæki setja fram á auglýsingarefni væri stutt af vísindalegum staðreyndum? Staðreyndin er að svo er ekki. Ný rannsókn sýndi að 94% af upplýsingum í kynningarefni sem sent er til lækna byggir ekki á vísindalegum staðreyndum. Nánast allar upplýsingar í kynningarefninu höfðu verið teknar úr samhengi eða ýktar samkvæmt niðurstöðum rannsóknar.

Eru kóladrykkir slæmir fyrir sæðið?

Samkvæmt danskri rannsókn eru þeir karlmenn sem drekka 1 líter eða meira af kóladrykkjum  á dag með 30% lægra sæðismagn en þeir karlmenn sem ekki drekka kóladrykki. En þó að í flestum tilvika væri sæðismagn álitið innan eðlilegra marka samkvæmt World Health Organization, þá gefur það auga leið að minna sæðismagn setur karlmenn í áhættuhóp fyrir ófrjósemi.

Er ADHD ofgreint?

Að undanförnu hefur talsvert verið rætt í fjölmiðlum um athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) og mögulega misnotkun á lyfjunum sem notuð eru til þess að meðhöndla geðröskunina. Umræðan hefur fyrst og fremst snúist um að gagnrýna of mikla ávísun ADHD lyfja eða verja ágæti lyfjanna til þess að bæta líf þeirra fjölmörgu einstaklinga sem þau nota. Við þurfum að opna þessa umræðu enn frekar og spyrja tveggja mikilvægra spurninga: 1) Í samanburði við hvað er ávísun ADHD lyfja mikil hér á landi? 2) Er ADHD mögulega ofgreint?