Er mataræði þitt að drepa börnin okkar?
Við vitum öll að neysla á óhollustu er gríðarleg í dag og að tíðni lífstílstengdra sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, sykursýki, krabbameins, þunglyndi og offitu er einnig í hæstu hæðum. Hinn staðlaði hugsunarháttur er að fólk getur sjálfum sér kennt, ef þú vilt heilsusamlegra líf þá skaltu ástunda heilsusamlegri lífshætti sem myndi þá samanstanda af heilbrigðu mataræði, hreyfingu og að lágmarka andlegt sem líkamlegt álag. En hvað ef sjúkdómar þínir í dag eru ekki þér að kenna heldur hvað foreldrar þínir borðuðu og foreldrar foreldra þinna?