Er mataræði þitt að drepa börnin okkar?

Við vitum öll að neysla á óhollustu er gríðarleg í dag og að tíðni lífstílstengdra sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, sykursýki, krabbameins, þunglyndi og offitu er einnig í hæstu hæðum. Hinn staðlaði hugsunarháttur er að fólk getur sjálfum sér kennt, ef þú vilt heilsusamlegra líf þá skaltu ástunda heilsusamlegri lífshætti sem myndi þá samanstanda af heilbrigðu mataræði, hreyfingu og að lágmarka andlegt sem líkamlegt álag. En hvað ef sjúkdómar þínir í dag eru ekki þér að kenna heldur hvað foreldrar þínir borðuðu og foreldrar foreldra þinna?

Er vítamín B6 lausn við MSG viðkvæmni?

MSG er umdeilt efni og er talið af mörgum hafa skaðsamleg áhrif á líkama okkar. Hvort það er rétt eða rangt er enginn vafi á því að sumir einstaklingar eru viðkvæmari fyrir MSG en aðrir og geta fengið eftirfarandi einkenni við að borða mat sem inniheldur MSG, höfuðverk, sjóntruflanir, ógleði, uppköst, niðurgang, þrengsli yfir brjóstið, húðútbrot, roða og viðkvæmni fyrir ljósi, lyktum og hávaða.

Geta skór gefið okkur stæltari rass og læri?

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum, a.m.k. ekki húsbónda heimilins, auglýsingarnar af þéttum rössum sem spígspora og dilla sér á skjánum. Þarna er verið að auglýsa skó sem eiga að stæla rass og læri með því einungis að labba í þeim. Er núna loksins hægt að segja upp áskriftinni hjá líkamsræktarstöðinni og spígspora bara um heima hjá sér í Reebok EasyTone skóm og uppskera Levis kúlurass fyrir vikið? Halli Magg athugar málið.