Fólk sem borðar seint á kvöldin er líklegra til að fitna

Þeir sem borða seint á kvöldin eru líklegri til að þyngjast segir nýleg rannsókn. Hópur frá Northwestern University, Illinois, fann út að tímasetningin hvenær þú borðar, en ekki einungis hvað þú borðar getur skipt sköpum.
Vísindamennirnir fundu út að þegar mýs borðuðu á óvanalegum tímum þá þyngdust þær helmingi meira þrátt fyrir að æfa og borða jafn mikið og hinar.

Nýjar hættur tengdar við að drekka venjulega mjólk

Ógerilsneytt mjólk er heilsusamlegri en gerilsneytt mjólk, staðreynd sem kemur vel fram í nýrri rannsókn frá Dr. Loren Cordain þar sem skoðað er áhrif betacellulin, vaxtarþátts sem finnst í mysuhluta mjólkur.

Dr. Cordain vitnar í 25 rannsóknir sem tengja aukna krabbameinstíðni við betacellulin í gerilsneyttri mjólk. Betacellulin kemst í gegnum meltingarkerfi líkamans óáreytt og þaðan inn í blóðrásarkerfi og að móttökurum sem örva vöxt krabbameinsfruma um allan líkama.

Konur innbyrða yfir 2 kíló af varasömum kemískum efnum á ári í gegnum snyrtivörur

Kona þarf að nota hreinsir, rakakrem, meik og uppáhhalds varalitinn sinn til að gera sig tilbúna að takast á við daginn. En þessi daglega rútína skilur eftir sig meira heldur en snyrtilegt útlit. Þessi kona uppsogar í gegnum húð sína yfir 2 kíló af kemískum efnum árlega. Hverjar eru afleiðingarnar af því?

Efni í matarílátum trufla heilamyndun í börnum

Komið hefur í ljós að efnið Bisphenol A (skammstafað BPA) sem er algengt efni notað í matarílátum, matardósum, mjólkurfernum, vatnsleiðslum og jafnvel í tannlæknaefnum truflar virkni estrógens í heila barna sem getur haft skaðsamleg áhrif. Rannsóknarteymi frá Cincinnati háskólanum hefur birt tvær greinar í desember 2005 hefti vísindatímaritsins Endocrinology þar sem sýnt er fram á skaðsamleg áhrif BPA í magni sem var svo lítið að það kom verulega á óvart.

Æfingar á meðgöngu hjálplegar

Í nýlegri rannsókn frá Journal of the American Academy of Orthopaedic Surgeons kom í ljós að æfingar hafa jákvæð áhrif fyrir verðandi mömmu og barn. Samkvæmt þessari rannsókn hafa léttar til miðlungs erfiðar æfingar jákvæð áhrif á stoðkerfi, líkamsstarfsemi og ýmis einkenni sem fylgja meðgöngu. Æfingar eins og eróbik, lóðalyftingar og sund geta: