BPA sem finnst í dósamat er talið hafa heilsuspillandi áhrif á meðgöngu
Bisphenol A eða BPA er hormónatruflandi efni sem finnst meðal annars í miklu magni í dósamat. Þetta er kemískt efni sem er notað til að herða plast og er notað mikið í plastflöskur, pela og einnig sem fóðrun inn í dósir. BPA líkir eftir kvenhormóninu estrógeni og hefur sterklega verið sýnt fram á með fjölda rannsókna að það hafi hormónatruflandi áhrif og sé sérstaklega skaðlegt fyrir æxlunarfæri og heila.