BPA sem finnst í dósamat er talið hafa heilsuspillandi áhrif á meðgöngu

Bisphenol A eða BPA er hormónatruflandi efni sem finnst meðal annars í miklu magni í dósamat. Þetta er kemískt efni sem er notað til að herða plast og er notað mikið í plastflöskur, pela og einnig sem fóðrun inn í dósir. BPA líkir eftir kvenhormóninu estrógeni og hefur sterklega verið sýnt fram á með fjölda rannsókna að það hafi hormónatruflandi áhrif og sé sérstaklega skaðlegt fyrir æxlunarfæri og heila.

Af hverju næringarráðleggingar Lýðheilsustöðvar eiga ekki við rök að styðjast

Í fáa tugi ára hefur okkur verið gefnar næringarráðleggingar frá hinu opinbera (í dag, Lýðheilsustöð) sem miðast við það að allir eiga að vera á hákolvetna – lágfitumataræði. Þessar ráðleggingar hafa verið gagnrýndar frá upphafi fyrir að hafa litlar sönnur að mataræði sem þetta henti okkur mannfólkinu eitthvað betur en önnur mataræði og að það leiði síður til bætingar á heilbrigði samfélagsins.

Hormónasveiflur auka líkur á meiðslum á vissum tímum tíðarhrings

Það eru auknar líkur á að konur upplifi stoðkerfismeiðsli á vissum tímum tíðarhrings, samvæmt breskri rannsókn framkvæmd af breskum osteópata Dr. Sandler á Portland spítalanum í London. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er auknar líkur á meiðslum kvenna vegna eðlilegra sveifla kynhormóna yfir tíðarhringinn, sem svo hefur aftur áhrif á vöðva og liðbönd.

Trú á lækningu er besta meðalið!

Í sænska blaðinu P.S.Femina nr.4. 2005 er áhugaverð grein um lyfleysuáhrifin. Lyfleysa þýðist á ensku sem placebo sem kemur frá latínu og þýðir “ég mun geðjast”. Nú eru vísindamenn loksins að komast að raun um mikilvægi þess að líkami og hugur eru eitt og taka verður tillit til þess þegar fólk er veikt. Við sem manneskjur höfum krafta innra með okkur sem geta breytt hinu líkamlega ástandi og það þarf ekki lyf til.

Fjölvítamín með steinefnum árangursrík til að grennast

Reglulega koma á markaðinn ný fæðubótarefni sem eiga að auka þann hraða sem líkaminn brennur fitu. Staðreyndin er sú að eitt besta fitubrennsluefnið hefur verið til á markaðnum í marga áratugi. Ekki nóg með það að það hjálpar líkamanum að losa sig við fitu heldur er það eitt mesta grundvallar fæðubótarefni sem til er. Nýleg rannsókn sýndi fram á árangursríka leið til að léttast sem þú munt líklegast verða hissa á.

Vítamín D minnkar líkur á meðgöngukvillum um 30% þ.á.m. sykursýki, háþrýsting og meðgöngueitrun

Breskir og amerískir rannsóknaraðilar hafa nýlega talað um að ónæg áhersla sé á inntöku vítamíns D í bætiefnaformi á meðgöngu, sem og almennt hjá almenningi. En talið er mikilvægt að vítamín D magn sé mælt í blóði sem 25 hydroxy D, þar sem það á að vera milli 50 ng/ml-90ng/ml. Þá er vöntun á vítamíni D talin sérstaklega mikil hjá óléttum konum í Bretlandi, sökum ónægs sólarljóss og lélegs matarræðis. En samkvæmt Dr. Elina Hypponen "er það talið í verstu tilfellum vera lífshættulegt fyrir nýfætt barn".