Lífrænt er hollara

Lífrænt ræktað grænmeti er hollara en það sem ræktað er með hefðbundnum hætti, samkvæmt niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar sem gerð var í Bretlandi fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins. Lífrænt ræktaða grænmetið reyndist almennt innihalda meira af andoxunarefnum og minna af fitusýrum. Frá þessu greindi BBC.

8000 IU af D vítamíni er nauðsynlegt samkvæmt nýrri rannsókn

Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu Anticancer Research kom í ljós að dagleg inntaka af 4.000-8.000 IU af D vítamíni er nauðsynleg til að viðhalda nægu magni af D vítamíni í blóði til að minnka líkur um helming á sjúkdómum eins og krabbameini, MS og sykursýki týpu 1. Þessar tölur eru langt frá þeim 400 IU sem opinberlega er mælt með sem augljóslega þarf að endurskoða.