Menn hafa löngum deilt um hvort hamingja sé ákvörðuð af genum, heilbrigði eða öðrum þáttum sem eru utan okkar stjórnar, en nýleg rannsókn sýnir að fólk getur stjórnað og aukið eigin hamingju með ákveðnum aðgerðum.
Það virðist vera að í hvert skipti sem umræðuefnið snýst um heilsu og sjúkdóma furðar fólk sig á því af hverju við nútímafólkið séum svona plöguð af sjúkdómum (þá er átt við hrörnunar/lífstílssjúkdóma) og almennri vanheilsu? Maður les í blöðum og fræðiritum að þessi og hinn sjúkdómurinn hafi aukist um X mörg prósent á fáum árum, börn fá sjúkdóma í auknum mæli sem einungis eldra fólk fékk hér áður og ef litið er á nánasta umhverfi þá kvartar fólk yfir almennri vanlíðan eins og orkuleysi, krónískum höfuðverkjum, meltingartruflunum, verkjum í líkama og andlegri deyfð.
Lyfjafyrirtækin voru sökuð um það í dag í að blekkja almenning með því að ýkja gagnsemi lyfja sem hafa lítið nýtt upp á bjóða og á sama tíma gera lítið úr aukaverkunum þeirra. Niðurstaða nýrrar rannsóknar eru sú að áætlað sé 85% af nýjum lyfjum bjóði upp á fá ef einhverjar bætur við eldri lyf, en á sama tíma geta valdið alvarlegum skaða sökum eitrunar eða misnotkunar.
Upp að þessu hefur verið talið að styrktarþjálfun væri ekki æskileg fyrir krakka en ný rannsóknarsamantekt hefur staðfest að krakkar og táningar geta aukið vöðvastyrk sinn með reglulegum æfingum.
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar frá Mount Sinai School of Medicine sýndi fram á að unninn og steiktur matur er óæskilegur fyrir heilsu okkar og með því að hætta neyslu á honum er hægt að bæta marga þætti sem auka líkurnar á sykursýki, hjarta-, nýrna- og ýmsum krónískum sjúkdómum.
Kælipokar og hitapokar eru meðal algengustu ráða sem fólk notar til að létta á þrálátum sársauka eða strax eftir slys. Þrátt fyrir að notkun þeirra sé algeng ríkir almennt óvissa hvernig er best að beita þessu ráði. Hvenær á að nota hita og hvenær á að nota kælingu?
Fólk leitar sér hjálpar varðandi mataræði í auknum mæli og þá kemur gjarnan upp spurningin “hvert á ég að leita?”. Eitt af þeim atriðum sem virðist rugla fólk er munurinn á næringarþerapistum og næringarfræðingum. Hver er munurinn á þessum stéttum?
Efnaskiptaheilkenni (syndrome X eða metabolic syndrome) er samansafn af einkennum sem gefa til kynna aukna áhættu á sykursýki, heilablóðfall og hjartasjúkdóma. Öll einkenni efnaskiptaheilkennis, hár blóðþrýstingur, lágt HDL (góða) kólesterólið, há þríglýseríð, offita, hár blóðsykur og hátt insúlín magn, er hægt að bæta með lágkolvetnamataræði. Aftur á móti hafa rannsóknir sýnt að þessi einkenni bætast ekki, og í sumum tilfellum versna, á lágfitu- og hákolvetna mataræði.
Sykur er mjög umdeilt efni. Óhefðbundnir næringarráðgjafar vara við neyslu sykurs og segja að fátt sé óhollara. Það er nánast óskrifuð regla þegar grein birtist í fjölmiðli sem ber titil í einhverji líkingu við “sykur er mjög óhollur” eða “sykur er eitur” þá kemur í kjölfarið grein frá næringarfræðing þar sem bent er á að sykur sé ekki svo óhollur
Ný skýrsla varar við að flest morgunkorn sem auglýst er til að höfða til krakka eru stútfull af sykri sem stuðlar að offitu. Niðurstöðurnar sýna að morgunkorn sem er almennt markaðssett að börnum innihaldi 85% meiri sykur, 60% meiri salt og 65% minni trefjar en það sem ætlað er fullorðnum. Rannsóknin sem gerð var við Yale háskóla opinberar næringargildi morgunkorna sem eru mest auglýst og ætlað að höfða til barna.